Góð mæting á aðalfund félagsins sem haldinn var í Alþýðuhúsinu í kvöld.

Aðalfundur félagsins var haldinn í Alþýðuhúsinu í kvöld fimmtudaginn 21.02.19 í gær, mánudaginn 26. febrúar. Góð mæting var á fundinn og var boðið uppá súpu og brauð í byrjun fundar ásamt kaffi og súkkulaðiköku í eftirrétt.

Hermann Brynjarsson endurskoðandi fór yfir reikninga félagsins. Jóhann Rúnar Sigurðsson formaður FMA og fór yfir skýrslu stjórnar Ekki var framboð til neinna starfa í stjórn eða samninganefnd sem er líka varaststjórn félagsins og gilti því uppstilling stjórnar samkvæmt nýjum lögum félagsins. 
Nýr aðili kom inn í varastjórn/samninganefndina en það er hún Eva Rún Böðvarsdótti og kom hún í stað Maríu Fernandu Reyjes og þakkaði formaður Maríu fyrir hennar störf og jafnframt óskaði hann Evu velkomna í varastjórn og samninganefnd. Myndir hér fyrir neðan er af varastjórn félagsins (Eva,Björn,Kristján).

Tveir skoðunnarmenn voru kosnir til eins árs og hlutu þeir einróma kosningu en það voru Brynjólfur Jónsson og Hákon Hákonarson. Finnbogi Jónsson var kosinn varamaður.

Félagsgjald var samþykkt óbreytt.

Fór formaður yfir stöðuna í samningamálunum sem er frekar snúin en viðræður iðnfélaganna hafa verið sameiginlegar við SA og hér er slóð á tilboð það sem SA lagði fyrir félögin og ekki tókst að sýna á fundinum vegna tæknilegra örðuleika. Hér eru tillögur SA. Þetta tilboð er utan sérkjaramála sem að snýr að hverju sambandi/félögum og í þeim felast ákveðin tækifæri.

Undir liðnum önnur mál var tillaga formanns og stjórnar samþykkt um að styrkja Gráa herinn um 200.000.-krónur í málskostnað vegna skerðinga á almannatryggingarsjóði gagnvart lífeyrisgreiðslum frá greiðslum félagsmanns á sínum lífeyrissjóði. Þessar skerðingar telja margir að ekki hafi átt að koma til og að lífeyrissjóðirnir væru viðbætur til að fólk gæti lifað á sínum eftirlaunum þetta eru ósanngjarnar skerðingar sem félagsmenn verða fyrir  og láta þurfi reyna á með málsókn einstaklings sem að Grái herinn hefur sagt að sé innan sinna raða og óskað eftir stuðning við þá málssókn. Ákveðið var að formaður hvetti önnur stéttarfélög um að gera slíkt hið sama. 

Í lok fundar voru tveimur félagsmönnum afhent viðurkenningar en það voru þeir Sighvatur Rúnar Pálsson en hann fékk gull á sveinsprófi og var hæðstur í því í bifvélavirkjun en til þess þarf að ná hærra en 9 í einkunn og vera hæðstur á prófinu formaður veitti honum viðurkenningu sem og meistara hans Invari Guðna Svavarssyni fyrir eftirtektarverðan árangur. Þeir vinna á Bílaverkstæði Norðurlands.

Formaður þakkaði stjórn og trúnaðarmönnum sem og félagsmönnum fyrir gott samstarf á liðnu ári og ítrekaði að stjórn félagsins er að vinna fyrir félagsmenn en ekki öfugt og hvatti þá til að leita til sín,trúnaðarmanna eða stjórnar ef eitthvað brynni á þeim. Félagsmenn munu verða upplýstir um stöðuna í samningum eftir því sem hægt er og framvindur ásamt því að fundur verði boðaður við fyrsta tækifæri, Það er verkefni stjórnar að leita lausna í samningum og meðan að viðræður standa yfir er enn möguleiki til staðar en það má segja að tíminn fari fljótlega að vinna gegn okkur í þeirri  stöðu sem nú er komin upp.