Breytingar á kjörum 1. janúar 2021 – samkvæmt kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins
Öll dagvinnulaun hækka um a.m.k. kr. 15.750.
Lágmarkslaun sveina verða kr. 454.756,- hjá RSÍ, Samiðn, VM og FHS.
Tímakaup hækkar a.m.k. um 98,5 kr. pr. tíma miðað við 160 klst á mánuði eða 101 kr. pr. tíma miðað við 156 klst á mánuði.
Kauptaxtar hækka sérstaklega í samræmi við kjarasamninga. Þeir eru breytilegir eftir kjarasamningum.
Breyting á yfirvinnuálagi
Yfirvinna 1 er greidd fyrir fyrstu 4 klst á viku að jafnaði eða 17,33 klst á mánuði. Álag á yfirvinnu 1 verður 1 % af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.
Yfirvinna 2 er greidd umfram það. Yfirvinna 2 greiðist fyrir alla tíma umfram 17,33 yfirvinnutíma á mánuði og á nóttunni á milli kl. 00:00-06:00. Álag á yfirvinnu 2 verður 1,15% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.
Mánaðarlaun (dæmi 1) Álag Tímakaup yfirvinnu
518.000 kr. 1.02% 5.284 kr. fyrir breytingu
533.750 kr. 1.00% 5.338 kr. eftir breytingu
Mánaðarlaun (dæmi 2) Álag Tímakaup yfirvinnu
518.000 kr. 1.10% 5.698 kr. fyrir breytingu
533.750 kr. 1.15% 6.138 kr. eftir breytingu
Breytingar á orlofi
Ávinnsla orlofs breytist í flestum kjarasamningum. Við grein 4.1. bætist eftirfarandi: Starfsmaður sem unnið hefur 10 ár í starfsgrein hefur rétt á orlofi í 28 daga og orlofslaunum sem nema 12,07%. Hækkun orlofs tekur gildi 1. maí 2021 þannig að hærri orlofsprósenta er greidd frá þeim tíma. Aukið orlof kemur þannig til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2022.
ATH: Þeir sem eiga ríkari rétt skv. kjarasamningum halda að sjálfsögðu þeim rétti áfram.