Endurmenntun

Endurmenntun eða símenntun er sífellt að verða algengari fyrir alla aldurshópa og hvaða iðngrein sem er. Bæði atvinnurekendur og einstaklingarnir sjálfir eru að verð miklu meiri meðvitarðir um gildi þessarar þróunar og því vill FMA skora á félagsmenn að kynna sér alla möguleika og hafa frumkvæði að því við atvinnurekendur að viðhalda þekkingu sinni eins og mögulegt er og þannig að uppfylla þarfir viðkomandi fyrirtækis að gera það samkeppnishæfara. 

Félag málmiðnðarmanna Akureyri hefur einnig gert mikið átak í samvinnu atvinnulífs og Verkmenntaskólans á Akureyri en félagið Hélt málþing um atvinnulíf og skóla á haustönn árið 2012 og í framhaldi af því var stofnað fagráð atvinnulífs og skóla. Í því fagráði eiga sæti forsvarsmenn í atvinnulífinu og formaður félagsins. Verkmenntaskólinn á Akureyri er skólinn okkar eins og formaður tók einu sinni til máls en það er hér sem við ölum upp fólk til starfa í málmiðnaðinum. Í samvinnu við skólann hefur fagráðið gert opna kynningardaginn að vel heppnuðum degi sem eftir er tekið. Við hvetjum alla til að kynna sér það iðnnám sem er í boði í skólanum.

Hér til hliðar er hlekkur inn Fræðslumiðstöð mámiðnaðarins Iðuna sem býður upp á mörg námskeið. Þá býður Símey upp á mikið af námskeiðum sem vert er að skoða. Við hvetjum einnig alla að kynna sér Verkmenntaskólann á Akureyri og það nám sem þar er í boði. Félagið hefur mótað þá stefnu að styrkja sem flesta til endurmenntunar og hér til hliðar er hlekkur inn á umsóknareyðublað til að sækja um styrki til félagsins.

Atvinnurekendur greiða frá 1. júní 2014 prósentugjald af launum  iðnaðarmanna í endurmenntunarsjóð. Öll endurmenntunargjöld fara til Iðunnar-fræðsluseturs  til reksturs á Iðunni.  
Prósentutalan er 0,5% í öllum greinum nema bílgreinum þar er 0,8%.  Menntasjóður FMA veitir ekki styrki til námskeiða í Iðunni þar sem þau eru þegar niðurgreidd með endurmenntunargjöldunum. Hægt er að sækja um ferðastyrki á námsekið sem haldin eru á höfuðborgarsvæðinu til Iðunnar fræðsluseturs.

Að öðru leiti gilda reglur um starfsmenntasjóð sem gilda yfir sjúkrasjóð og fjallað er um þar.