LEIGUSKILMÁLAR

Nánar upplýsingar um hverja eign er að finna í leigusamningi inn á félagavef undir orlofshús/bókunarsaga.

Húsið/íbúðin er leigt/leigð með húsgögnum, borðbúnaði og öðrum lausamunum sem ekki verða taldir upp hér.

Leigjandi ber ábyrgð á húsinu/íbúðinni og öllum búnaði þess á meðan á leigu stendur og skuldbindur sig til þess að bæta það tjón sem kann að verða af hans völdum eða þeirra sem þar kunna að dvelja á hans vegum.

Leigjandi skal ganga vel um húsið/íbúðina, búnað þess og umhverfi. Að lokinni dvöl skal leigjandi sjá um að hver hlutur sé á sínum stað.

Vinsamlega látið félagið vita ef eitthvað brotnar eða bilar.

Athygli er vakin á því að alfarið er bannað að reykja innandyra.

Ekki er leyfilegt að hafa gæludýr í orlofsíbúðum FMA

Leigjandi skal ræsta orlofshúsið/íbúðina nema að annað sé tekið fram í samningi við brottför og skila því hreinu til næsta leigjanda.

Leigutaka er óheimilt að framselja leigusamninginn án samþykkis félagsins.

Af gefnu tilefni minnir félagið sérstaklega á eftirfarandi:

Þrif eru EKKI innifalin í leigu í orlofsbústöðum félagsins, hvorki helgar- eða vikuleigu. þau eru hinsvegar innfalin í íbúðum félagsinsí Jaðarleiti 2 og 6 í Reykjavík

Göngum um eign okkar með virðingu og skilum henni í því ástandi sem við viljum koma að henni.

Vinsamlegast látið félagið vita strax, ef þið komið að illa þrifnu húsi/íbúð.

FMA áskilur sér rétt til að innheimta sérstaklega vegna vanrækslu við þrifa á orlofshúsi sé þess þörf.

Sjái leigjandi ekki fram á að geta nýtt sér leigutímabilið þá getur viðkomandi lagt inn samning sinn á skrifstofu FMA og reynt verður að endurleigja íbúðina. Gangi það eftir fær viðkomandi endurgreitt.

Leigutaki er samþykkur ofangreindum skilmálum