Gistimiðar

FMA er með til sölu á skrifstofu félagsins niðurgreidda gistimiða á öll Fosshótel landsins fyrir félagsmenn sína.

Verð miða er kr. 11.400 og gildir hann fyrir árið 2021. 
Ath félagsmenn geta keypt hámark 6 miða á almannaksárinu

Hver miði gildir fyrir eina nótt í tveggja manna herbergi með morgunverði. Á háannatíma, í maí, júní, júlí, ágúst og september þarf að greiða eina nótt með gistimiða + 10.000.-  

Ráðlegt er að bóka með fyrirvara, sérstaklega í júní, júlí og ágúst. Við pöntun þarf að koma fram að greitt verði með gistimiða. Bóka þarf gistingu sem greiða á með gistimiða með því að hringja á hótelin, ekki er hægt að bóka á netinu. 48 stunda afbókunarskilmálar, þ.e. rukkað er fyrir eina nótt ef herbergi er afbókað með styttri fyrirvara eða gestur mætir ekki.

Á eftirfarandi fjögurra stjörnu hótelum, Fosshótel Reykjavík Höfðatorgi, Fosshótel Jökulsárlóni, Hótel Reykjavík Centrum og Grand Hótel Reykjavík þarf að greiða aukagjald bæði á veturna og sumrin 5.000 ISK per nótt við komu á hótel. 

Fosshótel bjóða upp á gistingu á 17 hótelum og er í boði fjölbreytt úrval af gistingu um allt land, ýmist sem sumarhótel eða tveggja til þriggja stjörnu heilsárshótel.

Nánari upplýsingar má finna á www.fosshotel.is