Um félagið

Félag málmiðnaðarmanna Akureyri var stofnað á Akureyri 23. febrúar 1941. Félagssvæði þess er, Norðurland frá og með Húnaþingi vestra til og með Langanesbyggð.
Félagið er aðili að Samiðn sem er aðili að Alþýðusambandi Íslands.

Félagið er málssvari fyrir alla málmiðnaðarmenn á félagssvæðinu og vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum félagsmanna, svo sem með því að semja um kaup og kjör, bættan aðbúnað við vinnu og gæta þess að ekki sé gengið á rétt þeirra.
Þá vinnur félagið að ýmsum öðrum málum til að veita félagsmönnum sem víðtækasta þjónustu eins og að bjóða upp á orlofsshús eða íbúðir á hagstæðum kjörum, veita styrki til endurmenntunar sem sífellt er að aukast í nútíma þjóðfélagi. 


Félagið hefur opna skrifstofu í Skipagötu 14, 3 hæð alla virka dag frá kl. 08:30 til 16:00.
Formaður félagsins er Jóhann Rúnar Sigurðsson og er hann jafnframt starfsmaður félagsins.

Hægt er að semja um afgreiðslu utan þessa hefðbundna skrifstofutíma.