Sjúkrasjóður

Eitt af megin verkefnum FMA er að styðja við bakið á félagsmönnum ef eitthvað bjátar á eins og slys eða veikindi sem geta sett allt úr skorðum fyrir viðkomandi einstakling sem lendir í slíku. Slysa- og sjúkrasjóður er hugsaður til að greiða félagsmönnum dagpeninga og einnig eru veittir útfararstyrkir. 

Félagsmenn eru hvattir til að skoða reglugerð sjóðsins og leita til félagsins um frekari upplýsinga, ef eitthvað er óljóst.