Orlofsmál

Orlofsmál er mikilvægur þáttur í starfssemi FMA. Félagsmenn eru hvattir til að fylgjast vel með og kynna sér þá þjónustu sem félagið veitir eins og í útleigu á íbúðum í Reykjavík, Jaðarleiti 2 og 6 og  orlofshúsum á Illugastöðum. Einnig hefur félagið gert samning við Iðnsveinafélag Skagafjarðar um að félagsmenn geti leigt helgarleigu í orlofshúsi þeirra í skógarreitnum fyrir ofan Varmahlíð. Þá verður einnig skipt á fjórum vikum á sumin þar og á vikum á Illugastöðum og verður opnað á þá leigu um miðjan apríl þar sem fyrstur kemur fyrstur fær og verður auglýst hér á heimasíðunni. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins. 

Til viðbótar þessu þá minnum við á orlofsstyrkina sívinsælu sem félagið greiðir sínum félagsmönnum og við viljum hvetja félagsmenn til að skoða alla þá möguleika sem bjóðast nú með gistimöguleika vítt og breitt um landið ef menn eru nógu tímanleg í að skipuleggja orlofið.

Þá selur félagið gistimiða á Fosshótelin en það er góður kostur og ekki svo mjög kostnaðarsamur. 

Einnig verða til sölu á góðu verði til félagsmanna Útilegukort og Veiðikort.

 

  • Samkvæmt 9. grein laga félagsins tók stjórn félagsins þá ákvörðun á stjórnarfundi þann 1. október 2013 að til að vera fullgildur félagsmaður gagnvart styrkjum sjóðsins þurfi félagsmaður að greiða félagsgjald mánaðarlega í og að sá taxti sem miðað er við er taxti starfandi sveins eftir eitt ár starfandi í greininni, miðað við almenna kjarasamning Samiðnar. Taxti þessi uppfærist miðað við kjarasamninga og er uppfærður við hverja samninga. Lágmarks félagsgjald virks félaga er nú 3.651 krónur í félagssjóð og með greiðslum í sjúkrasjóð að upphæð 3.651 krónur ásamt síðan 0,5% menntagjaldi af þeim launum eða 1.825 krónur í endurmenntunarsjóð og 0,25% í orlofssjóð sem gerir upphæð 913 krónur. Samtals í heild sinni nema greiðslur fullvirks félaga að lágmarki 10.040 krónur. Greiði félagsmaður minna á hann einungis rétt á hlutfalli greiðslna sinna en þó að hámarki 80% af greiddu félagsgjaldi.                                                                                                                                       

  • Styrkir eru greiddir um hver mánaðarmót og geta félagsmenn séð styrkina inni á félagavefnum þegar þeir skrá sig þar. Styrktarbeiðnir þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir mánaðarmót eigi félagsmaður að ná greiðslum inn á reikning sinn þann mánuðinn. Undantekning á þessu er í desember en þá þurfa styrktarbeiðnir að vera búnar að skila sér fyrir 18. desember en greiðslur styrkja í desember eru framkvæmdar 22. desember.Styrkir eru einungis greiddir fyrir hvert starfsár og þarf að skila inn fyrir hver áramót svo að þeir fáist greiddir.