Kjarasamningar


Kjarasamningar
Kjaramál eru þau málefni sem sífellt eru í endurskoðun og stéttarfélög eru sífellt að fjalla um fyrir félagsmenn sem eina heild eða fyrir þá einstaklinga sem leita til félagsins. Félagsmenn eru hvattir til að vera ávallt á varðbergi og fylgjast vel með breytingum sem kunna að verða á samningstíma. 

Orlofsréttur félagsmanna:
Þá er mikilvægt að félagsmenn fylgist vel með orlofsrétti sínum orlofsuppbót, veikindi í orlofi og fæðingarorlofi.
Starfsmaður sem unnið hefur í 10 ár í sama fyrirtæki á nú rétt á 30 daga orlofi eða 13.04%. Sjá nánar undir orlofsmál.

Orlofsuppbót:
Orlofsuppbót 2019 er miðað við fullt starf kr. 50.000.- Orlofsárið er 1.maí til 30. apríl. Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist þann 1.júní  miðað við starfhlutfall og starfstíma á orlofsárinu,öllum starfmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30.apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí.

Fæðingarorlof:
Fæðingaorlof er mikilvægur réttur sem félagmönnum er bent á kynna sér nánar með því að smella á linkinn hér til hliðar.

Desemberuppbót fyrir árið 2019 er 92.000 krónur.
Starfsmenn sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi 1.desember eiga rétt á desemberuppbót. Starfsmenn í ákvæðisvinnu fá greidda desemberuppbót líkt og aðrir. Sá tími sem starfsmaður er í fæðinarorlofi telst sem starfstími við útreikning desemberuppbótar. Iðnnemar í fullu starfi hjá fyrirtæki á námstíma fá fulla desemberuppbót. Fullt starf telst vera 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. 

Taka skal þó fram að frá og með 1.5.2016 fell út ákvæði um greiðslu uppbóta jafnharðan. Einnig fellur út heimild til greiðslu vegna rauðra daga sem hluti tímakaups fellur brott frá og með 1. janúar 2016

> Reiknivél fyrir útreikning desember- og orlofsuppbótar