Reglugerðir orlofssjóðs

1. gr.
Sjóðurinn heitir Orlofssjóður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri.

2. gr.
2.1 Tilgangur sjóðsins er að koma upp og reka orlofsheimili fyrir félagsmenn Félags málmiðnaðarmanna Akureyri og fjölskyldur þeirra, svo og þá nema í málmiðanaði sem greitt er af til orlofssjóðs félagsins og auðvelda þeim á annan hátt að njóta orlofsdvalar.

2.2 Veita fullvirkum og gildum félagsmönnum orlofsstyrki sem ekki geta nýtt orlofshúsin á starfsárinu og greiðist sá styrkur frá og með 1. október en reikningar miðast ætíð við almanaksárið, samkvæmt þeirri upphæð að hámarki sem stjórn félagsins ákveður hverju sinni og gegn reikningi á gistingu félagsmanns. Félagið greiðir ekki orlofsstyrki af niðurgreiddri gistingu samanber frá öðrum félögum eða af niðurgreiddum gistimiðum.

3. gr.
Stjórn félagsins ber ábyrgð á sjóðnum og sér um að ávaxta hann eins og hagkvæmast er á hverjum tíma. Endurskoðun reikninga sjóðsins annast endurskoðendur félagsins og skal leggja endurskoðaða reikninga sjóðsins fyrir aðalfund.

4. gr.
Tekjur sjóðsins eru:
a) Samningsbundnar greiðslur atvinnurekenda til sjóðsins.
b) Vaxtatekjur.

5. gr.
Heimilt er að verja allt að 15% af tekjum sjóðsins til reksturs hans.

6. gr.
Reglugerð þessari má aðeins breyta á lögmætum aðalfundi félagsins. þó er breyting reglugerðarinnar því aðeins gild að hún sé saþykkt af 2/3 greiddra atkvæða.