Orlofskostur

   Félag málmiðnaðarmanna bíður uppá ýmsa kosti þegar kemur að orlofsmálum.

Félagið keypti nýverið 2 nýjar íbúðir í Jaðarleiti, 103 Reykjavík, annarsvegar í Jaðarleiti 6 sem er 4 herbergja íbúð á fyrstu hæð og svo í Jaðarleiti 2 sem er 3 herbergja íbúð á annarri hæð. Íbúðirnar eru búnar öllum helstu nútíma þægindum og fallega innréttaðar. 

Félagið á einnig bústað númer 30 á Illugastöðum og hlut í húsi númer 13 á móti FIT.  

Á sumrin hefur félagið einnig skipt við Iðnsveinafélag Skagafjarðar á fjórum vikum á bústað þeirra í skóginum fyrir ofan Varmahlíð í stað húss nr. 30 á Illugastöðum. Félagsmenn geta einnig nýtt sér bústaðinn í Varmahlíð á veturna með því að hafa samband við Iðnsveinafélag Skagafjarðar. Sjá nánar hér

Félagsmenn geta einnig nýtt sér þann orlofshúsakost sem Félag vélstjóra og málmtæknimanna hefur uppá að bjóða en fara þarf inná þeirra orlofssíðu til að sjá upplýsingar um bústaði og bóka.

Breyting hefur orðið á kerfi hjá VM og nú þurfa félagsmenn að hringja til að panta laus orlofshús í síma 5400100.  Hér fyrir neðan er heimasíðan og þar er hægt að sjá laus hús. félagsmenn eru hvattir til að hringja í skrifstofu félagsins ef þeir lenda í vandræðum varðandi skráningu hjá VM þessa leið.

https://orlof.is/vm

Félagsmenn eru hvattir til að vera duglegir að nýta sér þessa orlofskosti. Hér til hliðar má sjá allar nánari upplýsingar um bústaðina.

Sækja um á félagavefnum

Getum við bætt efni síðunnar?