Vélsmiðjan Hamar hélt uppá 20 ára starfsafmæli föstudaginn 7.desember

Hamar vélsmiðja hélt upp á 20 ára starfsafmæli föstudaginn 7. desember í starfstöð sinni á Akureyri. Fyrirtækið var stofnað þann 4. desember árið 1998 af Davíð Þór Sigurbjartarsyni og Kára Pálssyni.
Á liðnum árum hefur fyrirtækið vaxið hratt hvað varðar fjölda starfsmanna og fjölbreytni verkefna. Innan íslensks málmtækni iðnaðar er Hamar ehf. með stærsta/öflugasta þjónustunetið hér á landi, með alls fimm fastar starfstöðvar og þjónustuverkstæði hringinn í kringum landið. Í tilefni afmæisins heimsótti formaður félagsins Jóhann Rúnar Sigurðsson starfsmenn fyrirtækisins hér á Akureyri á kaffitímanum og afhenti Kára Pálssyni framkvæmdarstjóra og eiganda veglega köku og blómvönd með hamingjuóskum frá félaginu en Hamar er eitt af stærri fyrirtækjum í málmiðnaðinum og stendur sig vel á öllum sviðum er kemur að starfsmannamálum. Stjórn FMA óskar starfsmönnum og eigendum til hamingju með afmælið og óskar þeim farsældar á komandi árum.