Um síðustu helgi var seinni hluti Íslandsmótsins í Málmsuðu haldinn í húsnæði Iðunnar.

íslandsmót í málmsuðu
íslandsmót í málmsuðu

Um síðustu helgi var seinni hluti Íslandsmótsins í Málmsuðu haldinn í húsnæði Iðunnar Fræðslu Seturs. Frekar dræm mæting var í keppnina í Reykjavík en á móti var mæting á Akureyri sú mesta þar hingað til og er keppnin þar búin að festa sig í sessi. Hér að neðan koma úrslit í Íslandsmótinu og einnig í hverjum flokki fyrir sig.
Íslandsmeistari í samanlögðu:
1. Georg Sebastian Popa VHE ehf.
2. Jóhann V Helgason, VHE ehf.
3. Andre Sandö, Útrás ehf Akureyri

Íslandsmeistari í Pinnasuðu:
1. Jóhann V Helgason, VHE ehf.
2. Andre Sandö, Útrás ehf. Akureyri
3. Georg Sebastian Popa, VHE ehf.

Íslandsmeistari í MAG suðu:
1. Arnar Freyr Gunnarsson, Norðurstál ehf. Akureyri
2. Andre Sandö, Útrás ehf. Akureyri
3. Vignir L. Ármannsson, Hamar Akureyri

Íslandsmeistari í Logsuðu:
1. Hilmar Frímannsson, N1Píparinn ehf.
2. Steinar P Veigarsson, Tig-suða ehf.
3. Arnar Freyr Gunnarsson, Norðurstál ehf. Akureyri

Íslandsmeistari í Tig suðu :
1. Georg Sebastian Popa, VHE ehf.
2. Jóhann V Helgason, VHE ehf.
3. Andre Sandö, Útrás ehf. Akureyri

Stjórn MSFÍ vill þakka styrktaraðilum okkar sem taldir eru upp hér að neðan, þann dygga stuðning sem gerir félaginu kleift að halda þessa keppni árlega.
• Landvélar ehf, sem að þessu sinni voru aðalstyrktaraðili keppninnar og lögðu til verðlaun, suðuvír og héldu keppendum og aðstandendum veglegt verðlaunahóf.
• GA. Smíðajárn ehf, sem lagði til efni í keppnina.
• Gastec ehf, sem veitti verðlaun fyrir keppni í logsuðu.
• HB. Tækniþjónusta, sem aðstoðaði við að dæma suðustykki. 
• Héðinn hf, sem sá um vinnslu á suðustykkjum fyrir keppnina í Reykjavík.
• Iðan Fræðslusetur, sem lánaði okkur aðstöðu og tæki til að halda keppnina í Reykjavík.
• JAK ehf, sem veitti verðlaun fyrir keppni í MAG suðu.
• Klif ehf, sem veitti verðlaun fyrir keppni í Pinnasuðu.
• Slippurinn Akureyri, sem sá um vinnslu á suðustykkjum fyrir keppnina á Akureyri.
• Verkmenntaskólinn á Akureyri, sem lánaði okkur aðstöðu og tæki til að halda keppnina á Akureyri.                          Félagi málmiðnaðarmanna Akureyri sem sá um verðlaun í fyrirtækjakeppninni á Akureyri.

Án aðkomu þessara fyrirtækja og stofnana væri ógerlegt fyrir félagið að halda keppni sem þessa. Hér koma nokkra myndir frá Verlaunaafhendingu.

Image may contain: 1 person, standing and shoes
Image may contain: 7 people, people standing
Image may contain: 2 people, people standing