Tómlæti ofnotað í túlkun íslenskra dómstóla.

Vegna dóma um tómlæti um vangreidd laun eða önnur hlunnindi þurfa félagsmenn að vera meðvitaðir um að gera athugasemdir við launafulltrúa, atvinnurekanda beint eða í gegnum trúnaðarmann, starfmann stéttarfélaga í gegnum tölvupóstsamskipti um leið og þeirra hefur orðið vart.

Þar sem tómlæti er skilgreint í neðangreindri túlkun þá félst í sönnurbyrði í orði gegn orði sem dugar ekki til í einhverjum tilfellum, þó að meirihluti fyrirtækja standi með sínu fólki er inn á milli aðilar þar sem slíkt á ekki við og leita þarf til úrskurðar dómstóla sem hafa ofnotað í sínum dómum túlkun á tómlæti.

Frá gildistöku EES-samningsins hafa fallið margir dómar hér á landi þar sem eftirá kröfum launamanna vegna ótekinna vikulegra frídaga eða uppsafnaðs frítökuréttar sem þeir vissu ekki að þeir ættu rétt til eða gerðu ekki reka að til að sækja, hefur verið hafnað vegna tómlætis. Skýrt dæmi um áhættu- og ábyrgðarflutning af þessu tagi er t.d. að finna í dómi Landsréttar nr. 815/2018 frá 3. maí 2019, fjölda dóma héraðsdóms Vesturlands frá 2. maí 2019 og í dómi Hæstaréttar nr. 31/2018 frá 27. mars 2019. Í milltíðinni féll raunar dómur þar sem ekki var byggt á tómlæti launamanns en það var í dómi Landsréttar nr. 602/2018 frá 12. apríl 2019. Í þeim dómum þar sem tómlæti var beitt er byggt á því að launamaðurinn geti sjálfur átt að stýra vinnutíma sínum og hvíld og að vanhöld á eftirliti og skráningu yfir lengri tíma geti í raun verið á hans ábyrgð.

Hvetjum því félagsmenn til að koma athugasemdum sínum á framfæri skriflega í tölvupóstsamskiptum samkvæmt ofansögðu.