Tímaritið Vinnan á tímamótum

Vinnan er tímarit sem Alþýðusambandið gaf fyrst út fyrir 75 árum. Í fyrsta tölublaðið, sem kom út árið 1943, skrifuðu m.a. Halldór Laxness og Steinn Steinarr. Þessir jöfrar íslenskra bókmennta gáfu tóninn en síðan hafa margir mætir menn komið að útgáfunni sem hefur verið nær sleitulaus allan þennan tíma.
 

Nú er hins vegar komið að tímamótum í sögu Vinnunnar sem breytist á þessu ári í vefrit. Með því er ASÍ að bregðast við nýjum tímum. Blaðalestur fer minnkandi, dreifing er kostnaðarsamari og flóknari en áður á meðan auðveldara er að ná til fjöldans á netinu og með hjálp samfélagsmiðla. Þá er þessi nýja leið mun umhverfisvænni en sú fyrri þar sem prentuð voru 90. þúsund eintök á pappír sem dreift var víða um land með misjöfnum árangri. Vefritið bíður aukinheldur upp á fleiri möguleika í miðlun efnis. Í þessari nýju Vinnu eru t.d. tvö sjónvarpsinnslög. Við vonum að þið kunnið að meta breytinguna.

Hægt er að skoða blaðið hér