Sveinsbréfa afhending fór fram í Hofi fimmtudaginn 5.október.

Alls voru 64 einstaklingum boðið að veita viðtöku sveinsbréfum sínum í Hofi á síðastliðnum fimmtudegi en þar voru aðilar í byggingargreinum flestir, síðan í fyrsta skipti var afhent þó nokkur fjöldi bréfa í matvælagreinum og loks voru það tveir blikksmiðir og fjórir bifvélavirkjar sem fengu sín bréf afhent. Í hátt í níu ár höfum við afhent bréfin hér á norðurlandi en ekki eiga allir heimangengt að sækja sín bréf suður. Ekki síður viljum við hjá fagfélögunum hér á svæðinu sína okkar félagsmönnum og okkar greinum þá virðingu að afhenda bréfin í heimabyggð. Þannig tengjumst við einnig betur við okkar félagsmenn sem við gjarnan erum í samskiptum við í gegnum tölvupóst eða síma en ekkert kemur í staðinn fyrir bein samskipti þegar að það kemur að samvinnu þessara aðila. Nú í fyrsta skipti bættis Matís við með afhendingu sveinsbréfa í matvælagreinunum og er það vel að félögin séu saman í þessu en þau eru allir aðilar að Iðunni fræðslusetri sem sér um afhendingu sveinsbréfanna á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúi Iðunnar var Inga Birna Antonsdóttir.