Staða kjaraviðræðna og kröfugerð Samiðnar

Kjarasamningar þorra félagsmanna verða lausir á morgun 1. nóvember, Þá renna flestir þeir samningar út sem gerðir voru vorið 2019 og kallaðir hafa verið lífskjarasamningar. Félagsmenn munu áfram fá greitt eftir þeim samningum, nema samið verði um afturvirkar hækkanir  í nýjum kjarasamningum. Samiðn, fyrir hönd aðildarfélaganna, hefur lagt fram kröfugerð sína vegna endurnýjunar kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins. Kröfugerðin byggir meðal annars á áherslum sem birtust forsvarsmönnum Samiðnar á fundum við aðildarfélög sambandsins, sem fram fóru víða um land í haust. Í kjölfar þeirra funda voru drög að kröfugerð lögð fyrir miðstjórn Samiðnar, sem samþykkti kröfugerðina eftir miklar umræður. 

Fjórir formlegir fundir hafa verið haldnir, þegar þetta er skrifað, en samningurinn er laus frá og með 1. nóvember. Í viðræðunum koma iðnaðarmannafélögin í Húsi fagfélaganna fram sem ein heild. Í kröfugerðinni er m.a. gerð krafa um eftirfarandi:

Hér fyrir neðan má sjá efni kröfugerðarinnar í heild:

1. Almennt
- Aukinn kaupmáttur launa; auknar ráðstöfunartekjur heimilanna
- Áhersla lögð á lága vexti og lækkun verðbólgu

2. Launaliður og afleiddar stærðir
- Hlutfallshækkun launa (prósentuhækkanir)
- Að launataxtar séu færðir að greiddum launum og endurspegli markaðslaun
- Semja um eina yfirvinnuprósentu- fella út yfirvinnu 1
- Tryggja að einingaverð í ákvæðisvinnu, verkfæra- og fatagjald fylgi almennum
launahækkunum
- Hagvaxtarauki á grundvelli þróunar vergrar landsframleiðslu á hvern íbúa

3. Bætt réttindi í kjarasamningi aðila
- Aukinn orlofsréttur, sbr. opinberi markaðurinn (30 daga orlof; 13,04%)
- Frekari styttingu vinnuvikunnar
- Bættur veikindaréttur
- Ákvæði um hlutaveikindi
- Breyta launuðum dögum vegna veikinda barna í rétt vegna veikinda nákominna ættingja
- Aukinn veikindaréttur vegna veikinda barna/ miðað verði við 18 ára aldur
- Bættar slysatryggingar
- Samræming réttinda milli samninga
- Samningsbundin ávinnsla réttinda fylgi starfsmanni ef skipt er um starfsvettvang
- Bæta við þrepum í lágmarks launatöflu
- Lengri uppsagnarfrestur
- Ferðatími vegna vinnu
- Launagreiðslur vegna fjarvera v/óveðurs
- Ákvæði um fjarvinnu skýrð

4. Verkmenntun
- Verk-og tækninám verði sett í forgang í skólakerfinu og tryggt verði nægjanlegt fjármagn
til að mæta aukinni aðsókn
- Tryggja þarf aukið fjármagn í vinnustaðasjóð og að nemendur geti lokið starfsþjálfun á
réttum tíma
- Tryggt verði að refsiákvæði iðnaðarlaga nr. 48/1978 taki til atvinnurekenda sem hafa
starfsmenn í vinnu sem sinna iðnaðarstörfum án þess að hafa hlotið til þess staðfestingu

5. Félagsleg undirboð
- Gera vinnustaðaeftirlit markvissara og skilvirkara en verið hefur
- Farið verði í sérstakt átak til að útrýma kennitöluflakki
- Keðjuábyrgð verði almenn og taki til alls vinnumarkaðarins

6. Lengd samningstíma
- Tryggja þarf endurskoðunarákvæði kjarasamninga með skýrum forsenduákvæðum
- Ef forsendur breytast í samfélaginu varðandi launaþróun, verðbólgu og hagvöxt skuli
samningar endurskoðaðir

Samninganefnd Samiðnar áskilur sér rétt til þess að koma með frekari kröfur vegna einstakra greina í
kjarasamningi í þeim viðræðum sem framundan eru. Sérkröfur aðildarfélaga Samiðnar koma fram á seinni
stigum viðræðna. 

Iðnfélögin á Stórhöfða ákváðu í vor að ganga sameinuð til þeirra kjaraviðræðna sem nú eru hafnar. Fulltrúar iðnaðarmanna hafa einnig átt samtöl við Landssamband verslunarmanna og Starfsgreinasambandið um sameiginlegar viðræður við stjórnvöld en þar hafa engar ákvarðanir verið teknar.

Stjórn félagsins mun upplýsa sína félagsmenn eftir því sem hægt er um viðræðurnar.