Söguleg stund þegar samninganefndir iðnfélaganna hittust í fyrsta sinn á sameiginlegum fundi í gær

Hluti samninganefndamanna Akureyri á fjarfundi
Hluti samninganefndamanna Akureyri á fjarfundi

Samstaða innan iðnfélaganna hefur aldrei verið meiri og í gær hittust samninganefndir iðnfélaganna á sameiginlegum fundi um framhald og stöðu í kjaraviðræðum. Þungt hljóð er orðið í mannskapnum um að ekki sé komin ásættanleg niðurstaða í viðræðum við SA sem staðið hefur yfir frá því í byrjun október. Samninganefndir félaganna hvöttu formenn félaganna til að vinna að aðgerðaráætlun og koma henni í framkvæmd en koma þurfi spjalli í alvöru viðræður. Það er mikilvægt að hafa það hugafast að áherslur eru ekki þær sömu hjá öllum og kallar það á aðrar útfærslur og að kaupmáttur gildi líka fyrir iðnaðarmenn og meta þurfi menntun til launa og að aðlaga þann samning sem liggur undir hjá öðrum að iðnaðarsamfélaginu þannig að félagsmenn iðnfélaganna njóti sama kostnaðar og kaupmáttar og þeir aðilar sem samið var við og er í kosningarferli núna. Tíminn er stuttur að mati formanns FMA og bregast þurfi hratt við í baklandinu ef það fer ekki að komast skriður á viðræðurnar.