Minnum félagsmenn á niðurgreidda gisti og flugmiða félagsins og nýjan kost með samningi við Niceair

Á dögunum skrifuðu Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri (FMA) og Niceair undir samstarfssamning sín á milli sem veitir félagsmönnum FMA afsláttarkjör við kaup á inneignarbréfum hjá flugfélaginu.
Hvert inneignarbréf frá Niceair er að andvirði 32.000,- kr., en félagsmenn greiða 22.000,- kr. fyrir inneignina. Hver félagsmaður getur keypt fjögur slík inneignarbréf á hverju almanaksári.

Þess utan geta síðan félagsmenn keypt fleiri bréf á 20% afslætti og engin kvöð á fjölda á þeim afslætti.  

Hér erum við með félag í heimabyggð þar sem félagsmenn geta nýtt sér ferðamáta með hagkvæmari hætti, styttra ferðalag og félagsmenn njóta betri kjara. Við teljum þennan samning stóran áfanga í möguleikum félagsmanna á gistingu í orlofskostum á breiðari grundvelli.

Hægt er að nota inneignarbréfið frá Niceair til kaupa á flugfargjaldi og annarri bókunarþjónustu hjá Niceair í gegnum bókunarsíðu flugfélagsins www.niceair.is 

Nánari upplýsingar um inneignarbréfin má finna hér.

Stjórn félagsins hvetur okkar félagsmenn  til að nýta sér þessi kjör.