Samflot iðnaðarmanna og tæknifólks vísuðu kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara

Samninganefndir allra stéttarfélaga iðn- og tæknifólks hafa ákveðið að vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara en kjarasamningar hafa verið lausir síðan 1. nóvember sl. Stéttarfélög iðnaðarmanna og tæknifólks hafa síðustu vikur reynt að ná nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins en fyrir helgi kom endanlega í ljós að of langt er á milli viðsemjenda. 

Samninganefnd iðn- og tæknifólks hefur lagt áherslu á að viðhalda kaupmætti sinna félagsmanna auk þess að leggja áherslu á fjölskyldu- og manneskjulegt starfsumhverfi t.d með því að taka annað skref í styttingu vinnuvikunnar þannig að vinnutímastytting henti öllu félagsfólki.

Félögin hafa lagt fram töluleg gögn sem sýna fram á mun lakari launaþróun iðnaðarmanna samanborið við aðra hópa á vinnumarkaði og mikilvægi þess  að taxtar iðnaðarmanna hækki í takt við þann mismun.

Samninganefnd iðn- og tæknifólks hefur nálgast verkefnið með ábyrgum hætti og lagt sig fram við að hugsa í lausnum og hlusta á viðsemjendur. Við munum þó aldrei samþykkja þá skoðun sem virðist vera  ríkjandi við samningaborðið að eingöngu launafólk eigi að viðhalda stöðuleika og halda niðri verðbólgu í íslensku samfélagi.

Stjórnvöld og sveitarfélög hafa boðað gjaldskrár- og skattahækkanir um næstu áramót, að undanförnu hafa dunið á launafólki hækkanir vegna vaxtahækkana Seðlabankans og á almennri neysluvöru. Stéttarfélög iðnaðarmanna fara því fram með sanngjarna kröfu um að verja og auka kaupmátt til framtíðar. Það er réttlát krafa að iðn- og tæknifólk fái sanngjarna hlutdeild af þeirri verðmætasköpun sem þau leggja  til  íslensku hagkerfi.

Gefa þurfi sáttasemjara að vinna hópana saman en meti aðilar það  enn þannig að þetta sé tímasóun þá er ósköp einföld leið til út úr slíkri vegferð. kjósa þurfi um verkfallsaðgerðir og samfélagið styður við þann aðila sem tekur fyrstu lotuna fyrir okkur og síðan koll af kolli náist ekki inn vitræð umræða né sanngjörn. 

Góðar stundir.

Til upplýsinga:

Að samfloti iðn- og tæknifólks standa eftirfarandi félög, MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands vegna aðildarfélaga, Samiðn vegna aðildarfélaga en FMA er eitt þeirra í því samflot síðan er það VM Félag vélstjóra og málmiðnaðarmanna.