Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til að kjósa um samninginn og mælir formaður með þessum samning og liggja þrjár megin ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi fá félagsmenn þessa hækkun 6,75% strax að kjarasamningi samþykktum en inni í þessari tölu er hagvaxtar auki sem kemur þá 7. mánuðum fyrr og munar um það. Hér er sannarlega breyting á vinnubrögðum en hér tekur þessi samningur strax við af fyrri samningi og reiknast það til launa við næstu útborgun. Það vonandi festist í sessi í framhaldinu en við hjá stéttarfélögunum höfum barist lengi fyrir þessu. Í öðru lagi þá er um stuttan samninga að ræða. Í þriðja lagi þá er þetta vinnusamningur þar sem báðir aðilar ætla að hefja strax á næsta ári vinnu við undirbúning langtímasamnings og ræða aðra liði sem snúa að okkar réttindum og sjá má í kynningunni. Báðir aðilar munu leggjast á að hafa aðhald á markaðinn og ríkisstjórn leggur inn með okkur og þessir aðilar munu reyna að lækka vexti og ná niður verðbólgu saman. Aðeins þannig er að það myndist aukalegur kaupmáttur en sú hækkun sem nú er samið um er ef allt gengur er aðeins ríflegri en verðbólguspár segja til um út árið. Vonandi með markvissri vinnu þessara aðila og uppleggi því sem fram kemur í samningnum er um metnaðarfullt samstarf þriggja aðila að ræða sem formaður trúir á að geti gengið. Tíminn verður að leiða það í ljós. Hver og einn verður að gera upp sinn hug en það er okkar að vinna fyrir okkar félagsmenn við erum í vinnu fyrir ykkur en ekki öfugt og finnst mér því rétt að þið hafið mína skoðun og finnst mér átakanlegt að horfa á aðila innan hreifingarinnar sem ekki þora að segja fyrir framan sína umbjóðendur sína skoðun. Hafi félagsmenn aðra skoðun ber mér að vinna eftir henni. Ég óska ykkur annars góðrar aðventu og helgar og ítreka kosningarrétturinn er til að nota hann eftir sinni eigin samvisku og góð þáttaka gefur réttari niðurstöðu ykkar.
Félagskveðja Jóhann Rúnar Sigurðsson Formaður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri