Ókeypis námskeið hjá IÐUNNI í vikunni

Næstu vikurnar verður námsframboð og kennsla hjá IÐUNNI með öðrum hætti en vant er. Vegna fyrirmæla stjórnvalda hefur fræðslusetrið fellt niður staðbundin námskeið en býður þess í stað upp á fjarkennslu, þar sem því verður við komið. Námskeiðin eru öllum opin og verða ókeypis fyrir notendur á meðan ástandinu varir. Hægt er að kynna sér hvaða námskeið eru í boði á idan.is