Nýr kjarasamningar félagsmanna Félags málmiðnaðarmanna Akureyri og SA voru samþykktir

Kosningu um nýgerðan kjarasamning milli Samiðnarfélaganna lauk nú um hádegið, en hvert félag innan Samiðnar kýs um samninginn sem gerður var við Samtök atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði og lauk kosningu á hádegi í dag miðvikudaginn 21.desember.

Niðurstöður kosninganna voru afgerandi hjá félagsmönnum FMA en kjarasamningurinn var samþykktur af þeim og yfir heildina kusu tæp 40,2% félagsmanna og 80,25% samþykktu samninginn sem er gríðarlega hátt hlutfall.

Þessi niðurstaða sýnir svo ekki verður um villst að þeir sem vinna eftir samningnum eru sáttir við þá vegferð sem framundan er en hér tekur samningur við af samningi og þetta er stuttur samningur og aðfararsamningur að lengri samningi sem skiptir miklu máli líkt og formaður hefur nefnt í heimsóknum í fyrirtæki  og í pistli formanns. 

Stjórn þakkar góða þátttöku í kosningunni og óskar félagsmönnum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þakklæti fyrir góð samskipti á árinu sem sem er að líða.