Nýja íbúðir og samningur við VM

Jaðarleiti
Jaðarleiti

Félagið hefur keypt tvær nýjar íbúðir í Reykjavík og selt íbúðina í Ljósheimum 10 á 5 hæð sem og sameiginlegu íbúðina sem við áttum með Grafíu í Ljósheimum 10 á 4 hæð.
Nýju íbúðirnar eru staðsettar í Jaðarleiti 2 og 6 og eru fyrir neðan útvarpshúsið í Efstaleitinu.
Jaðarleiti 2 er þriggja herbergja en gisting er fyrir 6 manns í henni og er svefnsófi í stofu, Jaðaleiti 6 er fjögurra herbergja með svefnsófa í stofu og gisting er fyrir 8 manns.

Nánari upplýsingar um íbúðirnar hér 

Í leigunni eru innifalin þrif á gólfum og baðherbergi en ganga þarf frá öllum hlutum á sinn stað og þurrka af borðum, bekkjum og því um slíku við brottför.

Lyklar eru eins og verið hefur afhentir á skrifstofu félagsins í Skipagötu 14. 

Bókanlegt á félagavefnum eða á skrifstofunni.

Orlofssamningur við VM

Félagið gerði einnig á dögunum samning við Félag vélstjóra og málmtæknimanna - VM um að félagar beggja félaganna geti leigt orlofshús/íbúðir hjá hvor öðrum. Til þess að leigja hjá VM þarf að fara hér inná heimaíðu VM þarna birtast linkar með ýmsum gistimöguleikum en smella þarf á þann sem hentar og þá kemur upp til hægri í þriðju línu setningin "Hér er hægt að skoða lausar orlofsvikur á félagavef" smella á hann og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Séu félagsmenn ekki með rafræn skilríki er hægt að hringja á skrifstofuna í síma 455-1050 eða beint í þjónustuborð VM í síma 575-9800 og fá aðstoð ef þarf.

Með þessu telur stjórn félagsins að aukið hafi verið gríðalega við orlofskosti félagsins til félagsmanna sinna og vonast til góðs samstarfs á þessum vettvangi við VM.