Miðstjórn Samiðnar fundaði með stjórnum/samningarnefndum úti á landi um endurnýjun kjarasamninga

Ferðin hófst á Egilsstöðum hjá Afli-starfsgreinafélagi þar sem Sverri Albertssyni framkvæmdastjóra Afls var boðið að kynna sig en hann hefur boðið sig fram til forseta ASÍ. Að því loknu var fundað með iðnaðarmannadeild Afls. Af Austurlandi var svo haldið norður um land þar sem félagar á Vopnafirði, Þórshöfn, Húsavík, Akureyri, Sauðárkróki og Blönduósi voru heimsóttir. Að lokum var fundað í Borgarnesi en þegar hafði verið fundað með Verkalýðsfélagi Akraness.

Ferðin stóð frá miðvikudegi til föstudags í seinni hluta september og var verulega vel heppnuð, mikil ánægja var með framtak miðstjórnar og miðstjórn ánægð með móttökur félaganna ásamt góðum umræðum sem sköpuðust í þessari ferð. 

Það er mikilvægt að miðstjórn eigi uppbyggilegt samtal við forsvarsmenn og ekki síður félagsmenn í stjórnum og samninganefndum aðildarfélaganna varðandi áhersluatriði og vinnulag og fundirnir því mikilvægir sem innlegg við myndun kröfugerðar fyrir komandi viðræður.