Kynningarfundir vegna nýs kjarasamnings

Nýr kjarasamningur Samiðnar, fyrir hönd FMA og annarra aðildarfélaga, og Samtaka atvinnulífsins var undirritaður í Karphúsinu fimmtudaginn 7. mars. sl.

Samhliða undirrituninni kynntu stjórnvöld umfangsmiklar aðgerðir sem styðja eiga við heimili, stuðla að uppbyggingu hagkvæms húsnæðis, draga úr verðbólgu og lækka vexti. Aðgerðir stjórnvalda til stuðnings markmiði kjarasamninga eru metnar á 80 milljarða króna.

Í stuttu máli kveður nýr kjarasamningur á um 3,25% hækkun frá 1. febrúar síðastliðnum. Næstu þrjú árin munu laun hækka árlega um 3,5%. Lágmarks ávinnsla orlofs verður 25 dagar og orlofs- og desemberuppbót hækkar, svo eitthvað sé nefnt.

Samninginn má í heild lesa hér.

FMA  ásamt Byggiðn standa fyrir kynningarfundum til að fara yfir efnisatriði samningsins.

Fimmtudaginn 14.mars í Hofi í sal sem heitir Hamrar kl.17:00

Föstudaginn 15.mars á skrifstofu stéttarfélaganna á Siglufirði kl.16:00 að Eyrargötu 24b 

Hvetjum félagsmenn til að mæta og minnum svo á aðalfund félagsins sem haldinn er mánudaginn 18.mars.  þar sem farið verður yfir kjarakannanir þriggja stærstu félaganna og samanburð á launum á félagasvæðinu fyrir hækkun. 

Með félagskveðju stjórn FMA