Kjararáðstefna Samiðnar var haldin á dögunum í húsi fagfélaganna að Stórhöfða 31

Kjararáðstefna Samiðnar var haldin 17. nóvember sl. að Stórhöfða 31. Fulltrúar aðildarfélaga Samiðnar, vítt og breytt um landið, mættu á fundinn.

Á ráðstefnunni voru kynntar niðurstöður nýgerðra kjarakannana hjá nokkrum aðildarfélögum Samiðnar. Þá var einnig rýnt í stöðu efnahags- og kjaramála.

Kynning var á Samiðn og helstu verkefnum sambandsins. Einnig var yfirferð á vinnu skipulagsnefndar Samiðnar sem skipuð var á sambandsþingi í júní 2022 en verkefni hennar var að koma með tillögur vegna endurskoðunar á skipulagi og starfsháttum sambandsins.

Í kjölfar kynninga fór fram hópavinna og óhætt er að segja að umræðan hafi verið lífleg, bæði varðandi áherslur í komandi kjaraviðræðum og um framtíð Samiðnar.

þess skal getir að fjórir stjórnarmenn hjá Félagi málmiðnaðarmanna Akureyri fóru úr samninganefnd félagsins á þessa ráðstefnu og voru menn ánægðir með þennan dag í heild sinni

Félag málmiðnaðarmanna skilaði af sér kjarakönnun sem farið var yfir á þessari ráðstefnu ásamt því að  Félag iðn og tæknigreina og Byggiðn, félag byggingarmanna gerðu skil á sínum könnunum.  Til stendur að halda félagsfund í janúar um kjaramál og verður könnuninni gerð skil þar og verður fundurinn auglýstur síðar.