MÍN FRAMTÍÐ Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning verður haldin í Laugardalshöll dagana 16. – 18. mars.
22 faggreinar hafa tilkynnt þátttöku á Íslandsmótinu. Keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku. Keppendur, sem eru yngri nemendum fyrirmyndir, segjast fá aukinn skilning á faginu og náminu, auka tæknilega hæfni og meiri metnað gagnvart faginu. Sigur á Íslandi getur gefið möguleika á að fara og keppa í Evrópu á Euroskills en næsta keppni fer fram í Gdansk í september 2023.
Áhorfendur munu einnig fá tækifæri til að snerta á og prófa hluti undir handleiðslu fagmanna í ýmsum greinum. Hér gefst því upplagt tækifæri til að kynna sér spennandi starfsmöguleika í iðngreinum.