Iðnaðarmannafélögin gera athugasemdir við breytingartillögu frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Iðnaðarmannafélögin gera athugasemdir við breytingartillögu frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem hefur kynnt til umsagnar drög að frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum til einföldunar regluverks á málefnasviðum ferðamála. Telja iðnaðarmannafélögin skorta rök og nánari útskýringar, af hvaða ástæðum slík breyting er lögð til og hver tilætlaður ávinningur felist í því. Í því samhengi er full þörf á því að bæta við lögin, orðaskýringum eða skilgreiningum á því hvað er handiðnaður, hvað fellur undir verksmiðjuiðnað og hvað telst til heimilisiðnaðar. Mikilvægt er að koma þessu að til skýringar og einföldunar, varðandi framkvæmd laganna.

Stéttarfélög iðnaðarmanna setja sig því upp á móti þessari tillögu að breytingu. Í því samhengi er full þörf á því að bæta við lögin, orðskýringum eða skilgreiningum á því hvað er handiðnaður, hvað fellur undir verksmiðjuiðnað og hvað telst til heimilisiðnaðar. Mikilvægt er að koma þessu að til skýringar og einföldunar, varðandi framkvæmd laganna. Stéttarfélög iðnaðarmanna setja sig því upp á móti þessari tillögu að breytingu. 

Til þess að iönaðarlögin nái markmiðum sínum þarf að fylgja því fastar eftir að ákvæðum þeirra sé fylgt og þau gerð skýrari og skilvirkari. Nauðsynlegt er að endurskoða kæruleiðir vegna brota á iðnaðarlögum. 

Á undanförnum árum hafa stjórnvöld sagt að þau vilji efla iðnað og gera iðngreinum og iðnnámi  hærra undir höfði og með því að hafa ekkert samráð við iðnfélögin ganga þau þvert gegn því að mati formanns Félags málmiðnaðarmanna Akureyri.