Iðan fjarnám. WeldEye, Kemppi og nýjungar (á ensku)

Á þessu námskeiði verður kynntur til sögunnar WeldEye hugbúnaðurinn frá Kemppi. WeldEye hentar öllum fyrirtækjum í málmsuðu sem þurfa að uppfylla málmsuðustaðla s.s. ISO, ASME eða AWS.

WeldEye er notað til að halda utan um suðuskírteini og suðuferla innan fyrirtækja og veitir greinargóða yfirsýn og stjórnun á öllum suðuaðferðum. Þá heldur það einnig utan um vottanir suðumanna og eftirlitsmanna, skýrslugerð o.fl.

WeldEye gefur 100% áreiðanleika varðandi allar suður sem framkvæmdar eru hjá fyrirtækinu. Á námskeiðinu verður einnig fjallað um ýmsar nýjungar í suðumálum hjá Kemppi.

Námskeiðið verður í beinni útsendingu í gegnum Teams og fyrirlesari er Torben Hinriksen sölustjóri hjá Kemppi í Danmörku. Námskeiðið er á ensku, það er endurgjaldslaust en skráningar er krafist.

nánar á idan.is

SKRÁ MIG