Í Morgunblaðinu í gær birtist frétt um hugmyndir að styttingu iðnnáms.

Í fréttinni er rætt við Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Sagði hún orðrétt í Morgunblaðinu að “stytta megi iðnnámið til jafns á við stúdentspróf, en einingar til sveinsprófs eru ekki fleiri en til stúdentsprófs, skv. Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.” Þetta er rangt samkvæmt því sem stendur á heimasíðu menntamálaráðuneytisins þar er sagt að stúdentspróf sé að lágmarki 200 einingar eftir nýja feiningakerfinu og 144 í gamla kerfinu. Hvert námsár í iðnnámi er 60 einingar samkvæmt nýja kerfinu og er því 4 ára nám 240 einingar.

Iðnnám er að mati formanns Félags málmiðnaðarmanna með meira vægi en stúdentspróf, þar sem að sá sem líkur iðnnámi hefur fengið réttindi til að geta unnið við viðkomandi fag sem sveinn í faginu en slíkt á ekki við um stúdentspróf. Með því er formaður félagsins ekki að gera lítið úr stúdentsprófinu sem slíku en það sé aðeins hluti námsleiðar nemans til áframhaldandi náms þegar að iðnnámið hefur skilað nemanum réttindum. Iðnnám er þar af leiðandi með meira vægi til launa en stúdentsprófið gefur að hans mati og sé erfitt að tengja það á sama hátt til styttingar. 

 Lögin gera ráð fyrir að hægt sé að ljúka stúdentsprófi á þremur árum og að ekki sé gerður skýr greinarmunur á kennslu- og prófdögum. Sú breyting var einnig gerð að stúdentsprófið var skilgreint sem 200 einingar (feiningar) að lágmarki, sem samsvarar 66 feiningum á skólaári (í IV. kafla, 5. gr. laganna er aftur á móti tilgreint að fullt nám á skólaári veiti 60 einingar).

Formaður FMA telur að sjálfsagt sé að skoða hvernig sé hægt að breyta í náminu og hugsanlega stytta en vanda þurfi þar til verka svo að nám nemans verði skilvirkt og komi ekki niður á fagnáminu sem slíku. Opna þurfi á iðnnámið inn í háskólanám í gegnum framhaldsskólanna og að meistarnám sem framhald sveinsbréfs sé metið innan fagháskólakerfis og að neminn geti farið óhindrað inn í iðn og tæknifræðinám innan háskólanna án hindranna sem kerfið búi við í dag. Slíkt er að mati formanns sá valmöguleiki sem neminn eigi að geta valið sér í iðnnáminu, opin leið fyrir þá sem vilja lengra.

Siðan er það frekar vont að sjá Samtök Iðnaðarins breyta  formála sínum í greininni á heimasíðu sinni en var í morgunblaðinu og beinlínis haft rangt eftir á heimasíðu þeirra að stjórnvöld séu að skoða styttingu á iðnnáminu en slíkt er ekki komið inn á borð ráðuneytinsins eftir upplýsingum formanns Félags málmiðnaðarmanna Akureyri. Hann telur einnig að SI og fagfélög þurfi að setjast niður til viðræðna áður en að ráðuneytið kemur að málunum og er þar algjerlega sammála Ingibjörgu Ösp er það varðar. Vera má að SI sé búið að viðra þessar hugmyndi við ráðuneytið en að það sé komið til skoðunnar er ekki rétt. Þetta þurfi að skoðast sem ein heild í þeirri vinnu sem að nú fer fram í skoðun á fagháskólastigi og að opna námsleiðir og meta nám upp í háskóla (samanber meistaranámið) í gegnum fagnámsskólanna.

Jóhann Rúnar Sigurðsson, formaður FMA.

Meðfylgjandi er fréttin á heimasíðu Samtaka Iðanaðarins.

Til skoðunar að stytta iðnnám í þrjú ár

18 maí 17 Almennar fréttir Menntun og mannauður

Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að til skoðunar sé hjá stjórnvöldum að stytta iðnnámið í þrjú ár. Rætt er við Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins, sem segir að nú þegar búið sé að stytta nám til stúdentsprófs í þrjú ár gæti það hafa veikt samkeppnisstöðu iðnnámsins. 

 

Morgunblaðið, 18. maí 2017.