Grunnnámskeið vinnuvéla í fjarkennslu eða með netnámi hjá Iðunni fræðslusetri

Grunnnámskeið vinnuvéla, "Þú getur byrjað STRAX" Netnám!

 

Þátttakendur geta byrjað á námskeiðinu þegar þeir vilja og lært þegar þeir vilja og hægt er að horfa á námsefnið eins oft og hver vill. Einnig er hægt að leysa verkefni eins oft og hver vill. 

Námskeiðið byggist á stuttum fyrirlestrum, ítarefni, verkefnum sem eru krossaspurningar og krossaprófum. Það þarf að leysa verkefnin og standast prófin til geta haldið áfram á námskeiðinu. 

Að námskeiðinu loknu geta þátttakendur hafið verklegt nám á allar gerðir réttindraskyldra vinnuvéla undir leiðsögn leiðbeinanda sem hefur kennsluréttindi. Að verklegri þjálfun lokinni er óskað eftir prófdómara frá Vinnueftirlitinu. Vinnueftirlitið gefur út vinnuvélaskírteini. Öll verkleg þjálfun og próf fara fram á vinnustöðum.