Golfmót iðnfélaganna var haldið í annað sinn á Akureyri laugardaginn 31.ágúst

Golfmót iðnfélaganna var haldið í annað sinn á Akureyri laugardaginn 31.ágúst í blíðskaparveðri. Mótið hófst með móttöku keppanda kl.12:00 Ræst var síðan út á öllum teigum en 61 keppandi tók þátt í mótinu í þetta sinn. Iðnfélögin héldu í fyrra fyrsta sameiginlega golfmót félaganna hér á Akureyri og mættu nú fleiri en þá og var fjöldi keppanda viðsvegar af landinu. Mótsstjórn skipuðu Jóhann Rúnar Sigurðsson FMA,Heimir Kristvinsson Byggiðn og Helgi Einarsson og Guðbjörn Ólafsson frá Rafiðnaðarsambandinu. Þess ber að geta að fyrir holu í höggi voru vegleg verðlaun en það var veglegur verkfæraskápur frá AB varahlutum á Akureyri, það er skemmst að segja að golffélagi formanns FMA var Guðmunur Helgi Þórarinsson formaður VM og sýndi hann sínar bestu hliðar í íþróttinni og fór holu í höggi á 18.holu. Úrslit í mótinu urðu eftirfarandi en keppt var í höggleik með forgjöf (punktakeppni) sem er aðalkeppnin og í höggleik án forgjafar einnig bauðst félagsmönnum að bjóða með sér gesti og voru gestaverðlaun með forgjöf.

Hér má sjá mynd af Guðmundi Helga taka við verðlaununum úr hendi Andra og Jóhanns formanns FMA en                     AB Akureyri gaf skápinn í verðlaun fyrir holu í höggi.

 

Verðlaun.

1.sæti í punktakeppni var Þórhallur Pálsson með 37 punkta

2.sæti í punktakeppni var Sigþór Haraldsson með 35 punkta

3.sæti í punktakeppni var Gunnar Berg Gunnarsson með 34 punkta

1.sæti í höggleik Ólafur Gylfason lék á 77 höggum

2.sæti í höggleik Guðbjörn Ólafsson lék á 79 höggum

3.sæti í höggleik Heimir Jóhannsson lék á 86 höggum

 Í flokki gesta voru fleiri en makar en félagsmönnum gafst kostu á að bjóða með sér gesti.

 

1. sæti punktakeppni gesta Eiður Stefánsson var með 38 punkta

2. sæti punktakeppni gesta Elmar Steindórsson var með 36 punkta

3. sæti punktakeppni gesta Steinmar Rögnvaldsson var með 31 punkt

 

 

Mótið var vel heppnað og þáttakendur ánægðir, veðrið lék við okkur út mótið og bauð uppá ágætis golf eins og einn þáttakandinn orðaði það. Einnig voru vegleg nándarverðlaun og verðlaun fyrir holu í höggi. Einnig voru úrdráttarverðlaun en mótsstjórn þakkar öllum þeim fyrirtækjum sem tóku vel á móti þeim með veglegum vinningum á öllum sviðum.

Hér fyrir neðan er slóð á fleiri myndir af verðlaunahöfum en hér er þó stærri mynd af Guðmundi Helga eftir holu í höggi á 18. holu og óskar nefndin honum sérstaklega til hamingju en þeir voru meðspilarar með honum í mótinu og urðu vitni að þessu frábæra höggi þe.a.s. fyrir utan Heimir sem var út um víðan völl að mynda. Líklegt er að mótið verði að ári og hvetjum við félagsmenn okkar til að taka daginn frá þegar að því kemur.

Guðmundur Helgi á 18. holu ásamt meðspilurum.

 

 Hér er slóð á myndir af mótinu.