Golfmót iðnfélaganna sem fram fór laugardaginn 1.september tókst með endæmum vel

Fyrsta golfmót allra iðnfélaganna var haldið á laugardaginn sl. að Golfklúbbi Akureyrar og tókst það með endæmum vel, hátt í sextíu manns voru skráðir og veðrið var nokkuð gott þó að á köflum ryki hann upp. það er ekki hægt að segja að það væri veðrinu að kenna um lélegt golf lét einn spilarinn hafa eftir sér. Félögin buðu upp á súpu í hádeginu og í mat á eftir ásamt verðlauna afhendingu. Einnig voru vegleg  úrdráttarverðlaun dregin út, en fyrirtæki tóku afskaplega vel á móti mótshöldurum og lögðu veglega vinnina í keppnina. Eftirfarnandi aðilar sigruðu í keppninni en keppt var með forgjöf og í höggleik án forgjafar.

Höggleikur á forgjafar.

1.sæti Þórhallur Pálsson Rafís

2.sæti Jóhann Kristinsson

3.sæti Vigfús Ingi Hauksson Rafís

 Sigurvegari í höggleik án forgjafar Þórhallur Pálsson

Höggleikur með forgjöf

1.sæti Gísli Örn Guðmundsson Rafís

2.sæti Viðar Valdimarsson 

3.sæti Arnar Þór Óskarsson FMA

 

Höggleikur kvenna með forgjöf

Guðlaug María Óskarsdóttir

Sigurvegari í flokki kvenna Guðlaug María Óskarsdóttir

Völlurinn var mjög góður en vissulega blautur á nokkrum brautum sem liggja neðarlega vegna rigningadaga í vikunni, mikið rennsli var á grínunum og aðstæður allar mjög góðar. Margir höfðu á orði að landsslagið í vellinum væri alveg frábært og stefna á að koma aftur að ári en þó nokkuð var um þáttöku frá suður horninu og héðan í kring.

Mótsstjórn þakkar félagsmönnum fyrir góðan dag og vonast til að jafnvel gangi að ári.

F.h. mótsstjórnar

Jóhann Rúnar Sigurðsson

Félagi málmiðnaðarmanna Akureyri