Fyrsta sameiginlega golfmót iðnfélaganna á Jaðarsvelli hjá Golfklúbbi Akureyrar 1.september

Golfmót iðnfélaganna fer fram laugardaginn 1. september á Akureyri á Jaðarsvelli

Hvetjum félagsmenn til þáttöku í frábæru móti þar sem ánægjan verður í fyrirrúmi og hámarks þátttaka er 90 manns.

Mæting kl. 12.00 í súpu og ræst verður út kl. 13.00. Skráning hjá Steindóri Ragnarssyni hjá GA steindor@gagolf.is og hægt að setja fram óskir um meðspilara hjá honum.

Mótsgjald er 5.000 kr. og innifalið í því er teiggjöf, spil á vellinum, súpa í hádeginu kl. 12.00 og matur að loknu spili.

VEGLEG VERÐLAUN VERÐA Í BOÐI!

Veitt verða verðlaun fyrir:
Höggleik án forgjafar, punktakerfi, nándarverðlaun, einnig verður dregið úr skorkortum

Það eiga því allir möguleika en fyrst og fremst verður þetta mikil skemmtun fyrir áhugamenn.

Golfmót iðnfélaganna var haldið í fyrsta skipti sameiginlega í sumar en löng saga er fyrir golfmótum flestra félaganna.