Gleðilegt nýtt ár kæru félagar.

Stjórn Félags málmiðnaðarmanna Akureyri óskar félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra gleðilegs árs með kærri þökk fyrir samstarf á liðnu ári. Vonandi mun þetta ár verða okkur öllum betra á sem flestan hátt. Við hjá félaginu munum eftir sem áður gera okkar besta til að félagið vaxi og dafni í höndunm stjórnar með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi. Við hvetjum félagsmenn til þess að vera ófeimna við að koma með tillögur að því sem þeim þætti betur mætti fara. Einnig ekki síður að benda á hvað við mættum gera sem við erum ekki að gera og þessum upplýsingum má koma á trúnaðarmenn félagsins, stjórnarmenn, formann eða með tölvupósti til félagsins á fma@fma.is Framundan eru ærin verkefni í kaupmáttaliðnum þar sem að SA hefur ekki staðið við það samkomulag um að halda niðri verðlagi hjá sínum félagsmönnum og ríkið og sveitarfélög fylgja á eftir í verðhækkunum. þetta árið er uppsett þannig að Forsendunefnd ASí og SA meti stöðuna á vaxtalækknaferlinu og kaupmætti út frá ákveðnu tímabili. þetta ár verður því fróðlegt á margan hátt þar sem pólitíkin mun spila hátt inn í útkomuna á næstu mánuðum. Við vonum sannarlega að stjórnarflokkarnir ráði við sýn verkefni og óskum þeim góðs í sínum störfum. Félagar eru hvattir til að hafa samband við skrifstofuna ef þeim vantar aðstoð við hvað það sem þeim  þurfa þykir og snýr að félagsmálunum.

Með félags kveðju stjórn Félags málmiðanaðarmanna Akureyri