Gert að yfirgefa landið á næstu fimmtán dögum/ FMA skorar á dóms, sem og menntamálaráðherra að bregðast við slíkum órétti.

Chuong Le Bui
Chuong Le Bui

Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest úrskurð Útlendingastofnunar um að synja víetnamskri konu, Chuong Le Bui, sem býr á Íslandi og er í matreiðslunámi, um námsmannadvalarleyfi hér á landi. Henni er gert að yfirgefa Ísland á næstu fimmtán dögum. Ástæðan er sú að í nýjum útlendingalögum sem tóku gildi 1. janúar, er nám skilgreint sem háskólanám. Iðnnám fellur nú ekki undir skilgreininguna. Þessu hafa iðnfélögin verið að reyna að breyta með stofnun Fagháskóla en iðnnámið þ.e.a.s. 4.stigið og meistaranámið er í dag á háskólastigi. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra nefnir það að ramminn hafi verið miklu þrengri en löggjafarviljinn stóð til. Það var aldrei rætt um það að þrengja þetta þannig að iðnnámið myndi ekki falla undir nám í skilningi útlendingalaga.

Ekkert hefur enn gerst í þá veru að breyta lögunum og hér með skorar Félag málmiðnaðarmanna Akureyri á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra að afturkalla þessa brottvikningu og að breyta lögunum. Kristján þór Júlíusson hefur fengið á sitt borð frá Iðnfélögunum og SA erindi um stofnun Fagháskóla þar sem iðnnámið er opnað og metið inn á háskólastigið sem það er í raun statt í dag en með viðbótum í náminu verður hægt að opna flæðið á milli verknámsskólanna og háskóla í stuttu máli. Ekki hefur enn verið klárað að ljúka þeirri vinnu og með slíka vitneskju ætti menntamálaráðherrann að átta sig á fáránleika þessa máls sem erlendur nemi lendir fyrir og bregðast við hið snarasta. 

Mikil þörf er á iðnmenntuðum einstaklingum og íslenskir iðnaðarmenn eftirsóttir erlendis til vinnu vegna fjölbreytileika þeirra og hæfni í störfum. Bregðast þarf við og laga iðnlöggjöfina hið bráðasta. Í raun hefur villta vestrið tekið yfir stóran hluta vinnumarkaðarins í boði stjórnvalda. Hingað og ekki lengra.