Fyrsti félagsfundur FMA í þrjú ár var haldinn í gær um lífeyrismál.

í Heildina mættu 19 manns á fundinum í gær um lífeyrismál og á fundinum sem fór fram í gegnum Teams kerfið þar sem framkvæmdarstjóri Birtu komst ekki norður í þetta sinn en þess í stað var ákveðið að leysa það með tækninni og fór framkvædmarstjóri Birtu Ólafur Sigurðsson vel yfir stöðu sjóðsins og framtíðarhorfur. Farið var yfir reiknivél Birtu og félagsmenn höfðu kost á að spyrja út í málefni Birtu og nýttu sér það, sérstaklega var spurt út í töku lífaldurs og mismunandi leiða sem félagsmönnum stendur til boða. Það er alveg ljóst að við þurfum að halda relgulega fundi um lífeyrismálin en aðstæður gert okkur það erfitt fyrir sl. ár.