Fylkjum liði þann 1. maí! 1.maí varð ekki til af sjálfu sér hann er hluti af baráttu liðins tíma þar sem réttindi urðu til.

Fylkjum liði þann 1. maí! 1.maí varð ekki til af sjálfu sér hann er hluti af baráttu liðins tíma þar sem réttindi urðu til. 1 Maí er alþjóðlegur baráttudagur launafólks  og  verður haldinn hátíðlegur með dagskrá á Akureyri og í Fjallabyggð miðvikudaginn 1. maí.

Í ár fylkjum við liði undir kjörorðunum Sterk hreyfing - Sterkt samfélag og hvetjum við félagsfólk til þess að sýna samstöðu með því að fjölmenna í kröfugöngu og taka þátt í hátíðardagskrá. 

Dagskrá á Akureyri 2024

Kröfuganga og hátíðardagskrá á Akureyri miðvikudaginn 1. maí

 • 13:45 – Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið
 • 14:00 – Lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar
 • Hátíðardagskrá í Hofi að lokinni kröfugöngu
  • Kynnir er , Elsa Sigmundsdóttir starfsmaður Einingar-Iðju
  • Ávarp 1. maí-nefndar stéttarfélaganna, Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM
  • Hátíðarræða, Finnbjörn A. Hermannsson – forseti ASÍ 
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir atriði úr söngleiknum um Gosa
Ívar Helgason tekur lagið

Boðið verður upp á kaffihressingu að dagskrá lokinni. Pylsur, safi og andlitsmálning fyrir börnin.

Dagskrá í Fjallabyggð 2024

 • Boðið verður upp á létta dagskrá í sal félaganna að Eyrargötu 24b Siglufirði miðvikudaginn 1. maí kl. 14:30 – 17:00
 • Ávarp frá 1. maí-nefnd stéttarfélaganna
 • Kaffiveitingar

Við hlökkum til að hitta ykkur sem flest!