Fylkjum liði þann 1. maí! 1.maí varð ekki til af sjálfu sér hann er hluti af baráttu liðins tíma þar sem réttindi urðu til. 1 Maí er alþjóðlegur baráttudagur launafólks og verður haldinn hátíðlegur með dagskrá á Akureyri og í Fjallabyggð miðvikudaginn 1. maí.
Í ár fylkjum við liði undir kjörorðunum Sterk hreyfing - Sterkt samfélag og hvetjum við félagsfólk til þess að sýna samstöðu með því að fjölmenna í kröfugöngu og taka þátt í hátíðardagskrá.
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir atriði úr söngleiknum um Gosa
Ívar Helgason tekur lagið
Boðið verður upp á kaffihressingu að dagskrá lokinni. Pylsur, safi og andlitsmálning fyrir börnin.
Við hlökkum til að hitta ykkur sem flest!