Fundur um lífeyrismál

Miðvikudaginn 20. september kl. 17:00 verður haldin fundur um lífeyrismál í Alþýðuhúsinu á 4. hæð í sal Lionsfélagsins. Ólafur Sigurðsson framkvæmdarstjóri Birtu lífeyrissjóðsins verður með kynningu á stöðu lífeyrissjóðsins almennt og fer yfir stöðu á kjarasamningsbundnum hækkunum greiðslna í lífeyrissjóðinn og hvernig félagsmenn geta haft áhrif á hvert þær greiðslur fara.

Á meðan á kynningunni stendur gefst félagsmönnum kostur á almennum spurningum um lífeyrismálin við framkvæmdarstjórann.

Leyfilegt er að taka með sér gest á fundinn.