FMA og VM skrifa undir samstarfssamning um samnýtingu á orlofshúsum félaganna.

Fimmtudaginn 13. september skrifuðu FMA Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri  og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna undir samstarfssamning um samnýtingu á orlofshúsum félaganna. 

Samkomulagið gerir félögum í FMA kleift að leiga orlofshús í eigu VM og félögum í VM kleift að leiga orlofshús í eigu FMA.

Tilgangurinn samkomulagsins er að auka valkosti með fleiri orloshúsum fyrir félagasmenn FMA og VM, ná betri nýtingu á orlofshúsin og þá sérstaklega á veturna sem leiðir vonandi til hagkvæmari rekstrar á orlofshúsum.

FMA og VM binda miklar vonir við þetta samstarf og vona þau jafnframt að samstarfið verði víðtækara á næstu árum ef vel gengur með þetta verkefni og að fleiri félög skoði samstarf líkt og þetta.  

Nánari upplýsingar með leiðbeningum um hvernig eigi að leiga orlofshús munu berast félagsmönnum á næstu dögum.