Fjölmörg námskeið á dagskrá Iðunnar Fræðsluseturs á næstunni.

Vorönn 2024 er að hefjast með krafti hjá IÐUNNI fræðslusetri. Fjölmörg námskeið á hinum ýmsu sviðum eru á dagskrá en óhætt er að hvetja félagsfólk til að kynna sér framboðið. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin; lengd þeirra, efnistök og uppsetning, er að finna á vef fræðslusetursins. FMA er aðili að IÐUNNI. Félagsfólk fær námskeiðin á niðursettu verði fyrir vikið. Hér má sjá slóð á námskeið málmsviðsins https://idan.is/fraedsla/malm-og-veltaeknigreinar/ og hér má sjá slóð á námskeið hjá bílgreinunum https://idan.is/?allotmenttypecategoryid=0d7e0555-8dac-428e-b6b3-40e9c5fe70d9&count=13#filter-block