Fjarvist frá vinnu vegna COVID-19 fellur undir veikindarétt

Að gefnu tilefni vill Félag málmiðnaðarmanna Akureyri vitna í frétt á heimasíðu Alþýðusamband Íslands þar er eftirfarandi tekið fram, að launafólk sem sett er í sóttkví eða sem gert er að læknisráði að halda sig heima við og umgangast ekki vinnufélaga eða annað fólk í umhverfi sínu vegna þess það sé annað af tvennu sýkt af COVID-19 eða sé hugsanlegir smitberar hans, er að mati ASÍ óvinnufært vegna sjúkdóms eða vegna hættu á því að verða óvinnufært vegna hans. Þau forföll eru greiðsluskyld skv. ákvæðum kjarasamninga og laga. Félagið bendir fólki á að óska  eftir læknisvottorði og senda það til atvinnurekanda ef hann óskar þess og sú staða komi upp.

Með féalgskveðju: Stjórn FMA