Félagið bauð upp á félagsfund þar sem að fjallað var um séreignarsparnað og mikilvægi þess að nýta sér hann ásamt því ungir félagsmenn gætu kynnt sér möguleikana á að nýta sér hann í fyrstu kaup o.s.fr. Eldri félagsmenn hinsvegar gátu kynnt sér hvernig best væri að nýta sér þann sjóð við úttekt. Tveir fulltrúar frá Landsbankanum komu og kynntu möguleikana á séreignarsjóðum Landsbankans og fóru almennt yfir þau mál, það voru þær Dagmar Guðmundsdóttir og Erla Árnadóttir. Að þeirri kynningu lokinni og umræðum sem urðu þó nokkrar. þá steig í pontu Björn Snæbjörnsson fyrrverandi formaður Einingar Iðju en hann hefur nú verið starfandi hjá Félagi eldri borgara á Akureyri og haldið námskeið um það hvernig á að undirbúa sig fyrir að hætta á vinnumarkaði. Fundurinn tókst vel og góðar umræður sköpuðust.
Sorglegt var þó að sjá að yngri kynslóðin skildi ekki mæta til að kynna sér þessi mál en allt sem snýr að lífeyrismálum eru launamál framtíðarinnar og séreignarsparnaður ef hann er nýttur til fulls þýðir launahækkun þar sem atvinnurekandinn greiðir mótframlagið og enn er hægt að nota skatta afslátt við niðurgreiðslu húsnæðislána. Félagið mun stefna á að halda fleiri slíka fundi á næstu árum og mikilvægt að fjalla um þessi mál.