Félag málmiðnaðarmanna Akureyri tekur undir ályktun Byggiðnar

Nemar í VMA
Nemar í VMA

Mikilvægi iðnmenntunar verður ekki nægjanlega komið á framfæri, verknámsskólar eiga undir högg að sækja og hefur ástandið versnað frá hruni en samdráttur í úthlutunum fé til rekstrar þeirra hafa verið hættulega nálægt lokunar hjá þeim skólum. Ný stjórn verður að bæta úr rekstrarumhverfi þessara skóla en hér er ályktun Byggiðnar sem FMA tekur heilshugar undir.

Trúnaðarráð Byggiðnar samþykkti á fundi sínum 1. nóvember eftirfarandi ályktun um mikilvægi iðn- og verkmenntunar:

"Nú að loknum alþingiskosningum er rétt að minna á mikilvægi iðn- og verkmenntunar. Stjórnmálaflokkar kepptust um að draga fram mikilvægi iðn- og verkmenntunar fyrir land og þjóð í kosningabaráttu sinni. Trúnaðarráðsfundur Byggiðnar leggur áherslu á að orðum þarf að fylgja framkvæmd. Við skorum á þá aðila sem nú reyna að mynda ríkisstjórn að sýna í verki og hafa sem eitt af forgangsmálum sinna áherslumála í stjórnarmyndunarviðræðum að styðja við bakið á iðn- og verkmenntun. Það þarf að stórauka fé til verkmenntaskóla í landinu. Það þarf að kynna mun betur iðn- og verknám í grunnskólum og sú mynd sem gefin er af iðnaðarmannastarfi þarf að vera eftirsóknarverð.  Það gerist ekki eingöngu með auknu fé til skóla heldur í umgjörð starfa okkar. Það þarf að tryggja að iðnlöggjöfin sé virt þannig að það séu iðnaðarmenn sem vinni iðnaðarmannavinnu. Það þarf að hyggja að öryggi og aðbúnaði starfsmanna á vinnustöðum og það þarf að tryggja atvinnuöryggi iðnaðarmanna með langtímasjónarmiðum. Til að ungt fólk vilji læra iðn- og verkmenntun þurfa þessir hlutir að vera í lagi. Til að núverandi iðnaðarmenn vilji starfa í iðngreinum þurfa þessir þættir að vera í lagi og til að sá mikli fjöldi iðnaðarmanna sem búa erlendis vilji starfa hér á landi þurfa þessir þættir að vera í lagi."