Félag málmiðnaðarmanna Akureyri tekur undir ályktun ASÍ um verðbólgu

Ríkið gegnir hlutverki innan ramma samninga jafnvel þó þeir séu ekki beinir aðilar að kjarasamningum. Hér meðfylgjandi er ályktun miðstjórnar ASí sem Félag málmiðnaðarmanna Akureyri tekur heilshugar undir.

Ríkið gegnir hlutverki innan samninga jafnvel þó þeir séu ekki beinir aðilar að kjarasamningum. Hér meðfylgjandi er ályktun miðstjórnar ASí sem Félag málmiðnaðarmanna Akureyri tekur heilshugar undir.Ríkið gegnir hlutverki innan samninga jafnvel þó þeir séu ekki beinir aðilar að kjarasamningum. Hér meðfylgjandi er ályktun miðstjórnar ASí sem Félag málmiðnaðarmanna Akureyri tekur heilshugar undir.Ályktun miðstjórnar ASÍ um verðbólgu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir þungum áhyggjum af þróun verðbólgunnar. Miðstjórn telur gagnrýnivert að stjórnvöld hafi kosið að leiða hjá sér ábendingar og varnaðarorð um að hækkun ýmissa skatta og gjalda um áramót myndu koma af fullum þunga niður á almenningi í formi minni kaupmáttar, verðbólgu og vaxtahækkana. Sú spurning gerist sífellt áleitnari hvort íslenskir ráðamenn hafi með öllu glatað sambandi við líf almennings í landinu. Verðbólga mælist nú 9,9% og hefur aftur náð því hámarki sem mældist í júlímánuði. Greiningar leiða í ljós að stærstur hluti hækkunar janúarmánaðar má rekja til ákvarðana ríkisstjórnar um að auka álögur, gjöld og skatta. Þær ákvarðanir geta síðar kallað fram stýrivaxtahækkun af hálfu Seðlabanka Íslands og myndu skila sér af fullum þunga heim til almennings í formi aukinnar greiðslubyrði lána. Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir furðu á þeim málflutningi stjórnvalda að hækkanir þessar séu með öllu eðlilegar. Það eru þær ekki. Þær auka allan framfærslu- og rekstrarkostnað almennings sem var óheyrilegur fyrir. Þessar aðgerðir bitna af mestum þunga á láglaunafólki og um leið og hinum fátæku er refsað er efnafólki og völdum atvinnugreinum hlíft. Miðstjórn minnir launafólk á að þær aðgerðir stjórnvalda sem nú rýra kjör þess og lífsgæði eru mannanna verk. Engin lögmál mæla fyrir um að almenningur skuli jafnan bera byrðarnar þegar á móti blæs. Ólíkt því sem á við víðast hvar í nágrannaríkjum fer verðbólga á Íslandi enn vaxandi. Erlendis hafa ráðamenn markvisst unnið að því að kynda ekki verðbólgubálið. Þar vinna stjórnvöld að því að lina áhrif „afkomukreppunnar” svonefndu á almenning. Slíkar aðgerðir skortir mjög á Íslandi nú um stundir