Endurmenntunarnámskeið atvinnubílstjóra eru kennd í fjarkennslu hjá Iðunni

Námskeið fyrir okkar félagsmenn er varðar endurmenntunarnámskeið atvinnubílstjóra eru kennd reglulega hjá Iðunni Fræðslusetri í fjarkennslu á niðurgreiddu verði frá okkur til okkar félagsmanna. Hvetjum okkar félagsmenn sem þurfa að endurnýja réttindin sín að fara á heimasíðu Iðunnar og skoða hvenær næstu námskeið eru haldin eða hafa samband við afgreiðsluna til að fá upplýsingar. 

IÐAN fræðslusetur hefur fengið viðurkenningu Samgöngustofu til að halda endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra. Endurmenntunarnámskeiðin byggja á lögum um breytingu á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingum (EES-innleiðing o.fl.).

Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skal sækja reglulega endurmenntun.