Endurmenntun atvinnubílstjóra - Umferðaröryggi og bíltækni

Iðan hefur bætt við námskeiðum og félagsmenn geta nú sótt námskeið hjá Iðunni í endurmenntun atvinnubílstjóra. Næsta námskeið hefst þann 28.apríl og það fer fram í fjarnámi.
Markmiðið er að bílstjórinn þekki vegakerfið og helstu hættur sem eru til staðar eða geta skapast í tengslum við ytri aðstæður, s.s. við mismunandi veðurskilyrði. Einnig að hann þekki helstu tegundir og orsakir umferðar- og vinnuslysa og þekki aðferðir við slysavarnir. Hvetjum félagsmenn til að fara á idan.is og kynna sér námskeið þar en mikið er af námskeiðum í gegnum fjarnám.