Áttugasti aðalfundur félags málmiðnaðarmanna var haldinn 18.mars

  Áttugasti aðalfundur félags málmiðnaðarmanna var haldinn 18.mars sl.og líkt og fyrir ári síðan rétt næst að halda hann áður en skellur í lokanir. Fundurinn var haldinn með takmörkunum og mættu um þrjátíumanns  á fundinn en skrá þurfti sig á hann samkvæmt sóttvarnarlögum. Fundurinn var mjög góður þar sem talsverðar umræður fóru í liðnum önnur mál í vinnutímastyttinguna og útfærslur eða útskýringar. Fundargerð fundarins verður sett inn á heimasíðuna um leið og ritarar hafa skilað af sér samantektinni. Stjórn félagsins stefndi á að halda veglegan afmælisfund á stofndegi félagsins sem var 23.febrúrar 1941. Miðað við aðstæður var þó ánægjulegt að ná því að halda aðalfundinn þó með takmörkunum væri, þá stefnir stjórn á að halda veglegan afmælisfund með haustinu. Þetta er afmælisár félagsins og verður slíkur fundur auglýstur þegar að honum kemur ásamt fyrirkomulagi á honum og fundarefni. Félagið mun gefa út afmælisblað í tilefni hans ásamt því að stefnt verður á einhverjar uppákomur í tilefni afmælisins ef hægt verður en formaður nefndi það á aðalfundi en hann taldi ótímabært að segja hvað um væri að ræða að svo stöddu og erfitt að skipuleggja viðburði miðað við núverandi ástand. Í skýrslu sinni nefndi hann samheldni  stjórnar í gegnum tíðina sem væri mikilvæg þeim árangri sem náðst hafi hjá Félaginu í ýmsum málum, en það má segja að það sé ekki síður samheldni félagsmanna um félagið í gegnum tíðina sem hefur gert það að því sem það er í dag. Formaður og stjórn félagsins óska félagsmönnum sínum innilega til hamingju með 80 ára afmæli félagsins. 

 Hluti félagsmanna

 Hluti félagsmanna

Fundarstjóri og ritarar 

Fundarstjóri að störfum

Formaður fer yfir skýrslu stjórnar

Félagsmaður tekur til máls undir liðnum önnur mál.