Álagningar hjá Akureyrarbæ er úr takti við lífskjarasamninga sem meirihluti stéttarfélaga hafa samið um.

Stjórn Félags málmiðnaðarmanna Akureyri og nágrennis mótmælir þeim miklu hækkunum sem orðið hafa á fasteignagjöldum hjá Akureyrarbæ. Félagið skorar á Akureyrarbæ að draga úr þessum hækkunum og fara ekki yfir 2,5% og styðja þannig við lífskjarasamninginn. Auðvelt sé að færa þennan kostnað i betri nýtingu innan núverandi kerfis sem dæmi. Það er lykilatriði í endurskoðun á þessum samningi að hann haldi og að ríki og sveitarfélög virði samkomulagið.
Með félagskveðju, stjórn Félags málminðarmanna Akureyri